Hvernig breyti ég um nafnaþjóna, þ.e. breyti vistun “.is” léns?

Tengiliður rétthafa og tæknilegur tengiliður léns geta farið fram á breytingu á nafnaþjónum þess og/eða breytt vistun.

Viðkomandi tengiliður notar þá NIC-Auðkenni sitt og lykilorð til að tengjast eigin síðu, velur lén sem breyta skal vistun á og smellir síðan á “Flytja hýsingu”.

Næst er að haka í “Hýsing”, breyta vistunaraðila í “Netmiðlar ehf” og ýta á áfram.

Uppsetning léns er prófuð þegar smellt er á “Áfram”. Ef uppsetning á nýjum nafnaþjónum er í lagi, fer beiðni um breytingu í biðröð og verður framkvæmd við næstu uppfærslu á DNS grunni ISNIC.
Athugið að hægt er að prófa uppsetningu lénsins á nýjum nafnaþjónum áður en beðið er um flutning.

Þegar flutt er á milli vistunaraðila er mikilvægt að breyta öllum skráningarupplýsingum sem háðar eru fyrri vistunaraðila
(s.s. greiðanda, þegar vistunaraðili greiðir lénagjöld og í sumum tilfellum tæknilegum tengilið).