ISNIC skráning .is léna
ISNIC internet á Íslandi sér um skráningu .is léna og til að versla .is lén er farið á www.isnic.is.

Stofnkostnaður fyrir .is lén er 5.980,- kr og svo er greitt af því sömu upphæð einu sinni á ári.

Þegar þú ert kominn á vef ISNIC birtist leitargluggi á forsíðu þar sem þú getur leitað eftir léninu sem þú girnist. Hægt er að leita bæði með .is endingu og án. Dæmi: “netmidlar” og “netmidlar.is”

Þegar þú hefur fundið þitt fullkomna lén sem er laust smellir þú á „Skrá lén“.

Næst flytur vefurinn þig á innskráningu ISNIC. Ef þú ert nú þegar ekki skráður notandi hjá ISNIC smellir þú á “Ég er nýr notandi” fyllir þar út skráningarform og smellir svo á „Áfram“.

Þegar þú hefur skráð þig inn og ert í uppsetningarferlinu hjá ISNIC mælum við með að velja “Biðsvæði” í reitnum Hýsing léns. Ef þú ert nú þegar búinn að ákveða hýsingu og með nafnaþjóna uppsetta velur þú “Hýsing” og viðkomandi hýsingaraðila úr lista sem ISNIC gefur þér.


Nú smellir þú á „Áfram“ og þá tekur vefurinn þig á greiðslusíðu. Hægt er að greiða með korti eða í gegnum millifærslu. (ATH ef greitt er með millifærslu má búast við lengri afhendingartíma léns.)

Þegar þú hefur fyllt út greiðslu upplýsingar smellir þú á „Greiða“.