Að kaupa lén með .is endingu:
Til þess að kaupa lén með .is endingu þarf að fara inná vefinn www.isnic.is. Þegar þangað er komið skal nafn lénsins sem þú hefur áhuga á slegið inn efst í hægra horninu ásamt .is endingunni. Dæmi: lenidmitt.is. Það skal slegið inn í kassann sem er hægra meginn við Whois: og svo er ýtt á áfram til þess að fá niðurstöður um hvort lénið sem þú slóst inn sé laust eða ekki.
Þegar þú hefur fundið lénið sem þú vilt að smelliru á nýskráning sem er fyrir neðan Lén vinstra megin á síðunni. Ef þú ert nú þegar með aðgang að isnic að þá slærðu inn notendanafið þitt og lykilorð og smellir svo á áfram. Ef þú ert að kaupa lén í fyrsta skipti að þá þarftu að smella á (Skrá nýjan tengilið (fá nýtt NIC-auðkenni)). Nú opnast síða með eyðublaði á sem þú þarft að fylla út og smella á áfram og við það sendist staðfestingartengill og aðrar upplýsingar á netfangið sem þú gafst upp. Þú þarft að fara í póstinn þinn og smella á tengilinn sem þú fékkst sendann. Þegar þú smellir á tengilinn að þá opnast nýr gluggi í vafranum þínum þarf sem þú þarft að smella á staðfesta. Nú er staðfestingu lokið og næsta skref er að slá inn NIC-auðkennið sem þú fékkst sent með staðfestingartenglinum og lykilorðið sem kom í sama pósti.
Þegar þú hefur skráð þið inn að þá kemur upp svokölluð „Mín síða“ og þar getur þú valið um ýmsar aðgerðir sem þú vilt framkvæma. Hérna velur þú „Nýskrá lén“ og þar slærðu inn lénið sem þú vilt og er laust og svo smellir þú á áfram. Hérna setur þú inn nafnaþjónana til að tengja lénið við okkur
nafnaþjónar okkar eru ns1.netmidlar.is og ns2.netmidlar.is
Eftir að staðfesting fæst á prófunum isnic, þá getur tekið nokkar klukkustundir fyrir lénið að fara yfir á nafnaþjónana.