Skilmálar til viðskiptavina Netmiðla ehf.

1. Þegar nýr viðskiptavinur hakar í reitinn “Ég hef lesið og samþykki skilmála Netmiðla ehf.” samþykkir hann eftirfarandi þjónustuskilmála. Viðskiptavinur sem samþykkir skilmálana og kaupir þjónustuáskrift hjá Netmiðlum ehf. heitir því að hlíta okkar reglum og landslögum. Skilmálarnir eru samningur milli viðskiptavinar og Netmiðla ehf. og taka gildi við upphaf áskriftar.

2. Markmið Netmiðla ehf. er að veita viðskiptavinum sínum afbragðsgóða þjónustu á sviði vefhýsinga, tölvupósthýsinga, uppsetningar nafnaþjóna og öðru því sem tilheyrir rekstri vefhýsinga. Stöðug þróun á sér stað á sviði vefhýsinga og reksturs tölvukerfa. Netmiðlar ehf. fylgjast grannt með þeirri þróun, leitast almennt við að vera í takt við hana og gæta að öryggi.

3. Netmiðlar ehf. áskilja sér rétt til breytinga á þessum þjónustuskilmálum að hluta eða í heild hvenær sem er, fyrirvaralaust og án tilkynninga, bæta við klausum, breyta þeim eða fjarlægja, o.s.frv.

4. Ef viðskiptavinur er einstaklingur ábyrgist hann og fullyrðir að hann sé átján ára gamall sjálfráða/fjárráða einstaklingur

5. Viðskiptavinur samþykkir allar tilteknar skuldbindingar í skilmálum þessum og heitir því að veita Netmiðlum ehf. jafnan réttar upplýsingar vegna endurnýjunar, reikninga og þjónustu.

6. Gildandi útgáfu þessa skilmála hverju sinni getur viðskiptavinur jafnan skoðað á www.netmidlar.is/skilmalar.
Öll notkun á þjónustu Netmiðla ehf. eftir breytingar á þessum skilmálum, að hluta eða í heild, jafngildir samþykki áskrifandans á þessum breytingum. Ef viðskiptavinur samþykkir ekki breytingar á skilmálum, viðbætur eða úrfellingar, stendur honum til boða að segja upp áskrift sinni til uppfyllingar á þriðju grein þessara skilmála.

7. Fjórtán dögum áður en þjónustusamningur rennur út senda Netmiðlar ehf. reikning fyrir nýju tímabili, vilji viðskiptavinur ekki endurnýja skal hafa samband við okkur og reikningur verður þá felldur niður ásamt því að þjónustu verður lokað að loknu samnings tímabili.

8. Áskrifandi samþykkir að greiða öll viðeigandi þjónustugjöld samkvæmt gildandi verðskrá, en ekki sérstökum tilboðum sem Netmiðlar ehf. kunna að hafa veitt þegar viðskiptavinur hóf viðskipti.

9. Viðskiptavinur má segja upp áskrift sinni hvenær sem er á samningstímanum, sé áskrift sagt upp verður ekki sendur reikningur fyrir nýju tímabili.

10. Viðskiptavinur skal tilkynna uppsögn á áskrift sinni á netfangið reikningar@netmidlar.is og skal tilkynningin send frá sama netfangi og notað var til að kaupa áskriftina.

11. Bannað er að endurselja eða leyfa þriðja aðila notkun á þjónustu Netmiðla ehf. í heild eða að hluta, hvort sem áskrifandi tekur fyrir það gjald af þriðja aðila eða ekki, nema áskrifandi hafi gert sérstakan samning um endursölu við Netmiðla ehf.

12. Netmiðlar ehf. munu afhenda aðgangsupplýsingar þeim er framvísar dómsúrskurði um slíka afhendingu.

13. Viðskiptavinur ber alla ábyrgð á notkun og vörslu auðkenna sem Netmiðlar ehf. afhendir honum, s.s. notendanöfnum, lykilorðum o.fl. Viðskiptavinur er jafnframt ábyrgur fyrir allri notkun á þeim og afleiðingum af notkun þeirra. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir allri notkun á lénum sem eru á hans vegum á vefþjónum og kerfum Netmiðla ehf.

14. Viðskiptavinur heitir því að gera Netmiðlum ehf. tafarlaust viðvart ef grunur vaknar um að auðkennisupplýsingar kunni að hafa komist í hendur óviðkomandi aðila.

15. Netmiðlar ehf. heita því að vernda upplýsingar, þ.á.m. persónuupplýsingar, um áskrifanda.

16. Netmiðlar ehf. heita því að afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar um áskrifanda, nema skv. lögum, dómsúrskurði eða í tilvikum þar sem ekki verður hjá því komist að fá þriðja aðila til að rannsaka möguleg brot á þessum skilmálum eða öðrum samningum milli Netmiðla ehf. og viðskiptavinar.

17. Netmiðlar ehf. áskilja sér allan rétt til að stöðva eða hamla notkun á þjónustu viðskiptavinar, tímabundið eða endanlega, ef Netmiðlar ehf. telja að notkun viðskiptavinar á þjónustunni valdi, eða geti valdið, truflunum á rekstri þjónustu annarra viðskiptavina Netmiðla ehf.; ef vefhýsing eða þjónusta viðskiptavinar hefur verið „hökkuð“; eða ef Netmiðlar ehf. telja að verið sé að brjóta lög eða siðferðisviðmið sem Netmiðlar ehf. telja eðlilegt að gera kröfu um að viðskiptavinir virði.

18. Netmiðlar ehf. áskilja sér fullan og skilyrðislausan rétt til að meta hvort stöðva eigi þjónustu til viðskiptavina, með eða án fyrirvara.

19. Netmiðlar ehf. loka fyrir þjónustu ef efni sem áskrifandi vistar er ólöglegt, siðlaust eða skaðlegt. Eingöngu mat Netmiðla ehf. gildir í þessum efnum. Áskrifandi afsalar sér öllum bótakröfum á hendur Netmiðla ehf. vegna mögulegs tjóns sem ákvörðun tekin á þessum forsendum kann að valda honum.

20. Viðskiptavinur fellst á og skilur að Netmiðlar ehf. veita þjónustu eftir bestu getu starfsmanna Netmiðla ehf. á hverjum tíma, án nokkurrar ábyrgðar af hálfu Netmiðla ehf. um áreiðanleika, gæði, hraða, villuleysi eða virkni. Viðskiptavinur fellst á þetta fyrirkomulag og afsalar sér öllum bótakröfum á hendur Netmiðla ehf. sem kunna að stofnast af völdum villna, bilana, aðgangstruflana af öllu tagi, gagnataps, minnkaðs hraða eða skorts á virkni þeirrar þjónustu sem Netmiðlar ehf veitir.
Gildir þetta einnig án tillits til sakar við starfsmenn Netmiðla ehf.

Ef mál rísa út af skilmálum þessum skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.